Hreinna umhverfi Fréttir

Flugeldarusl

Sameiginlegt söfnunarátak Landsbjargar, Íslenska gámafélagsins, Terra og Sorpu á á flugeldarusli á Nýársdag 2021.

Gleðilegt hreint ár!

Gámar verða staðsettir við flesta sölustaði Björgunarsveita á Höfuðborgarsvæðinu og eru opnir milli 13 og 17 á Nýársdag. Utan höfuðborgarsvæðisins eru gámar frá okkur, Íslenska gámafélaginu, staðsettir í eftirfarandi sveitarfélögum:
  • Egilsstaðir
  • Fáskrúðsfjörður
  • Húsavík
  • Reykjanesbær
  • Stykkishólmur
  • Vogar
Terra umhverfisþjónusta sér um að lána gáma í önnur sveitarfélög en þau sem við þjónustum og ættum við saman að ná að dekka landið allt.
Við mælum með að athuga nákvæmar staðsetningar og opnunartíma hjá björgunarsveit í þínu sveitarfélagi eða á www.flugeldar.is
nánari upplýsingar á www.flugeldar.is

Tengdar greinar

Borgarstjóri heimsækir Koparsléttu

Á dögunum kom Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur í heimsókn til okkar hjá Íslenska gámafélaginu.

íslenska gámafélagið staðsetning

Verðbreytingar árið 2022

Almenn hækkun á þjónustu og leigu gáma og íláta hefur orðið vegna vísitöluhækkunar (5,2%).

Nýr rammasamningur um úrgangsþjónustu

Ríkiskaup og Íslenska gámafélagið hafa í kjölfar útboðs gert nýjan rammasamning um úrgangsþjónustu fyrir stofnanir…