Hreinna umhverfi Fréttir Flokkað & skilað

Bréf til Sorpu bs.

ÍGF hefur leitast eftir skýringum á gjaldskrárhækkunum Sorpu en hefur ekki fengið svör. Ákveðið var að senda formlegt bréf með helstu spurningum en bréfið má nálgast hér.

Ágæti viðskiptavinur,

Eins og mörg ykkar hafið orðið vör við þá hækkuðu reikningar til ykkar um þessi mánaðarmót og í einhverjum tilfellum umtalsvert. Erfitt er fyrir viðskiptavini okkar að átta sig á svo mikilli hækkun þar sem verðskrá Íslenska gámafélagsins (ÍGF) hækkaði einungis um 2,5% en skýringin er sú að gjaldskrá ÍGF er í mörgum tilfellum háð gjaldskrá Sorpu þar sem Sorpa er móttökuaðili fyrir marga flokka. Umtalsverðar breytingar eru á gjaldskrá Sorpu og dæmi um hækkanir upp á fleiri hundruð prósent og þær breytingar hafa því áhrif á gjaldskrá ÍGF.

ÍGF hefur leitast eftir skýringum á þessum gjaldskrárhækkunum hjá Sorpu, m.a. til þess að gefa viðskiptavinum sínum viðhlítandi svör og skýringar á þessum hækkunum. Fyrirtækið hefur ekki fengið svör og því var ákveðið að senda formlegt bréf með þeim helstu spurningum sem vonast er eftir að fá svör við sem allra fyrst. Bréf ÍGF til Sorpu er birt hér á heimasíðu fyrirtækisins til frekari fróðleiks.